Reyndir leiðsögumenn

Farið er með hópa eða einstaklinga um Siglufjarðarfjöll, Fljót og Héðinsfjörð. Gengnar eru fornar leiðir á milli byggða.

Hægt er að bjóða upp á alls kyns möguleika, allt frá léttum dagsferðum, til alvöru fjallaferða.

Read More....

Komdu með á toppinn

Read More....

Leyfishafi / Authorised

Read More....

Komdu með okkur á Toppinn

Undanfarin ár höfðum við farið með hópa um fjöllin sem umkringja okkar heimabæ. Flestir þekkja Siglufjörð og sögu bæjarins en færri hafa gengið um fjöllin og notið þeirrar náttúrufegurðar og sögu sem þar er geymd. Flestum kemur á óvart hversu vel fjöllin henta til gönguferða, fjöldi fornra leiða liggja á milli staða og bera gömul heiti eins og Botnaleið, eða Dalaleið sem gefa um leið til kynna ríkjandi landslag á leiðinni. Mikil saga er tengd þessum fjöllum, saga sveitafólks og athafnamanna en jafnframt eru uprunnin í fjöllunum fjöldi þjóðsagna sem er heillandi að rifja upp um leið og horft er á sögusviðið með eigin augum.

Hægt er að bjóða upp á alls kyns möguleika, allt frá léttum dagsferðum, til alvöru fjallaferða þar sem klofað er yfir fjallseggjar úr Héðinsfirði yfir í Hvanndali, auk þess sem hægt er að haga för þannig að það henti bæði áhugasviði og göngugetu þeirra sem vilja skoða þetta svæði.

Ef áhugi er fyrir að fara skemmtilega gönguferð í sumar, þá er bara að hafa samband og taka fyrsta skrefið í átt að upplifun sumarsins og að njóta góðs félagsskapar.

Gestur og Hulda